Friday, May 9, 2008

Flugleiða hlaupið

Tók þátt í flugleiðahlaupinu í gær og gékk það bara eins og það átti að hlaupast. Var en með strengi framan á lærunum eftir ævintýri síðustu helgar og einnig heimsótti ég blóðbankann á þriðjudaginn og því var ég ekkert að setja markið á bætingu í þetta sinn heldur að pína sig bara undir 25 mín og það tókst bærilega og þurfti ekkert að pínast of mikið til þess :)

Sunday, May 4, 2008

Mikil skrif

Mikið og oft hlaupið þessa helgi :) og liðir og leggir og sinna ekkert að trufla eða kvarta undan álagi svo að vikan fauk upp í 130+ kílómetra sem er nú bara nokkuð gott í viku þar sem 10km markmiði var náð. Viðurkenni þó fúslega að ég hljóp eiginlega bara hratt á fyrsta Maí, og hitt hefur nú bara verið tekið á lullinu, nema þó mánudagurinn fór í smá hraða líka já og niður einhverja hóla með vindinn í bakið. Fór Esjuna í dag í fyrsta skipti á þessu ári og það var eins og mig minnti að hún væri,,,, vindasöm og brött á köflum. Komst með herkjum upp að steini á 38 mín en var heldur hraðari niður,,, svo hraður að það kviknaði í skónum hjá mér, svo hraður að ég náði ekki að stoppa á planinu heldur endaði út sjó, sem var nú bara gott þar sem að það var jú kviknað í skónum!!! Svo var haldið í WC og tekin ein lauflétt hill 12 á bretti í 30mín. Og svo sveskjan í bjúgnaendinum þá hljóp ég frá Básum í Þórsmörk og upp á Morinsheiði seinna um daginn. Og á leiðinni niður til baka var farið hratt, svo hratt að það kviknaði í skónum, svo hratt að ég grillaði lærin, svo hratt að ég reyndi ekki einu sinni að stoppa við Bása heldur lét bara vaða í ánna sem var nú bara svaka fínt þar sem að það var jú kviknað í skónum!! og lærin að grillast!!.

Ég er núna með smá strengi framan á lærunum hmmmmm skil ekkert í þessu :)

Friday, May 2, 2008

Smá skrif

Jæja þá er komið að því að gefa sér smá tíma í smá skrif, hef smá verið að smá bæta tíma mína, tók smá 5km hlaup á smá sumardagin fyrsta. Var víst bara smá sumar sem kom smá þá aðeins. Alla vega þá smá bætti ég tímann minn þá og komst loks smá niður fyrir 17 mín.
Nú svo í gær á þessum smá mikið meiri sumardegi og smá frídegi verkamanna 1 maí , fer alltaf minna fyrir þessum smá verkalýð. Þá tókst mér smá að komast undir 35mín í 10km, það hefur verið smá takmark svoldið smá lengi að ná því og smá gott að vera búinn að því.
þá eru 3 smá bætingar að baki og 3 smá bætingar eftir, í 1/2 og heilu marathoni og svo á Laugaveginum. Sem vel að merkja er bara smá hlaup, svo smátt að það er búið að loka fyrir skráningar í bili.
Jæja nóg skrifað frá smá gamalmenninu :)