Sunday, May 4, 2008

Mikil skrif

Mikið og oft hlaupið þessa helgi :) og liðir og leggir og sinna ekkert að trufla eða kvarta undan álagi svo að vikan fauk upp í 130+ kílómetra sem er nú bara nokkuð gott í viku þar sem 10km markmiði var náð. Viðurkenni þó fúslega að ég hljóp eiginlega bara hratt á fyrsta Maí, og hitt hefur nú bara verið tekið á lullinu, nema þó mánudagurinn fór í smá hraða líka já og niður einhverja hóla með vindinn í bakið. Fór Esjuna í dag í fyrsta skipti á þessu ári og það var eins og mig minnti að hún væri,,,, vindasöm og brött á köflum. Komst með herkjum upp að steini á 38 mín en var heldur hraðari niður,,, svo hraður að það kviknaði í skónum hjá mér, svo hraður að ég náði ekki að stoppa á planinu heldur endaði út sjó, sem var nú bara gott þar sem að það var jú kviknað í skónum!!! Svo var haldið í WC og tekin ein lauflétt hill 12 á bretti í 30mín. Og svo sveskjan í bjúgnaendinum þá hljóp ég frá Básum í Þórsmörk og upp á Morinsheiði seinna um daginn. Og á leiðinni niður til baka var farið hratt, svo hratt að það kviknaði í skónum, svo hratt að ég grillaði lærin, svo hratt að ég reyndi ekki einu sinni að stoppa við Bása heldur lét bara vaða í ánna sem var nú bara svaka fínt þar sem að það var jú kviknað í skónum!! og lærin að grillast!!.

Ég er núna með smá strengi framan á lærunum hmmmmm skil ekkert í þessu :)

No comments: