Monday, February 25, 2008

100km Öldungur

Jæja aftur kominn smá skriður á mann, náði 100km í síðustu viku og ætla að vera á svipuðu róli þessa viku. Þyngdin þokast niður á við og innri og líkamlegi styrkur er að þokast upp á við. Var líkamlega þreyttur eftir Miami EkkiMarathonið og lýklega hafði það smá áhrif á sinnu, löngun og hugarþrek að gera ekki vel þarna úti sem magnaði svo upp þreytuna en meir.
But Jack is back to run some mean tracks :)
Ég ætla að bæta alla tíma í ár, og kláraði 3000m um síðustu helgi og því bara 5km, 10km 1/2 og heilt marathon og Laugavegurinn eftir.
Ég verð á námskeiði um næstu helgi og get því ekki tekið þátt í Norðulandamóti Gamalmenna :) já ég verð bara að viðurkenna það að mér fynnst Öldungur hljómar svolítið eins og Gamalmenni, væri ekki betra að taka upp Eldri meistarar eða eithvað í líkingu við Master, eins og þessi flokkar íþróttamanna og kvenna eru kallaðir á ensku. Þó svo að ég Öldungurinn fái lúmskt kick út úr því að hafa hann Þórólf ekkienþáorðinn öldung :) fyrir aftan mig í Poweraid þá dugar það kick ekki til að ég sætti mig við það að vera kallaður, frekar snöggur og lítið krumpaður öldungur(gamalmenni). :)
Þar sem að það er ekki alltaf jákvætt við allar athafnir lífsins að vera snöggur, þá vil ég taka fram að þegar ég segi snöggur þá á ég við hlaup eingöngu í þessu tilfelli. Ég get líka verið hundlengi lítið krumpaður Öldungur þegar það þykir betra og við hæfi :)

Sunday, February 17, 2008

Gott hlaup í dag :)

Mætti í Poweraid á fimmtudaginn og ætlaði bæta tíma minn þar síðan í Janúar, það var fínt veður en blautt og stígurinn nánast auður. Siggi mætti í stuttum og léttri peysu og ég sá fljótlega eftir að hlaupið var byrjað að maður hefði átt að gera slíkt hið sama.
Eftir nokkra polla og eins km. hlaup í gegnum suddann var ekki einn þráður þurr á manni og ég hugsa að maður hafi verið farin að hlaupa með 1-2kg auka þyngd. Enn náði engu að síður ágætum tíma en ekki bætingu og varð númer 3 í mark á eftir Stebba Guðmunds og Jósa.

Svo var ég að hlaupa áðan í Íslandsmóti Öldunga innanhús, skellti mér þar í 3000m og rúlaði því upp og pakkaði saman á PR tíma 09:37 , þannig að þá er ég búinn að bæta tímann minn í 3000m, one down and five left to go for this year. :)
Hlaupið rúlaði fínt, fann eftir 1km að ég gæti rúlað þetta hraðar og braut upp úr 39sec á hring í aðeins hraðara tempó og átti svo nóg eftir til að auka síðustu 2 hringina sem var eins gott þar sem að Arnaldur var víst ansi hraður síðasta hringinn, þaut hreinlega framhjá Sigga Hansen og át upp metrana á milli okkar.
:)

Monday, February 11, 2008

Næsta Marathon

Ég hef verið að velta fyrir mér hvar ég eigi næst að reyna við undir SUB 2:40 marathon og það verður annað hvort Hamburg eða Köben. Hamburg er víst stórfín braut en í Köpen verður fullt af öðrum frá Íslandi að hlaupa en kannski ekki eins góð braut. Ég hljóp í Köpen 2006 og mér fannst hún nú í lagi, nánast flöt og vel staðið að öllu stússi í kringum hlaupið.
Þannig að þá er bara að halda sér í kringum 100km vikur út febrúar og auka svo magnið í mars og toppa í Apríl, fínt að geta tekið extra löngu æfingarnar eftir miðjan Apríl, þá er vonandi kominn auð jörð og blóm í haga :)
Ég ætla að byrja að hlaupa í hádeginu með hlaupahóp flugleiða, svona fyrst maður er í næsta húsi við þá. Það ætti líka að auðvelda manni að halda hlaupamagninu uppi, þar sem að ég er farin að vinna stundum upp í Bláfjöllum eftir vinnu og því kannski ekki alltaf tími til að hlaupa eftir vinnu.

Monday, February 4, 2008

Miami

Kl 06:15 var komið að því og hlaupið byrjað, það tók mig um mínotu að komast yfir rásmarkið og fyrsta míla var 7:40 mín sem var skelfilega hægt og ég jók ferðina eftir það þar sem að maður var að komast úr þvögunni og klukkan við 5k sagði 19:30min sem var strax betra en þó aðeins hægar en ég ætlaði mér svo að hraða var haldið og svo kom sjokkið við 10km 37:05mín sem var bara allt of hratt og ég hugsaði vá nú get ég bara hægt á mér og tekið næstu 10km á 39mín. En miðað við afar hægan hraða fyrstu mílu þá hef ég hlaupið nálægt mínu besta í 10km til að ná þeim á 37mín þannig að það er óhætt að segja að ég hafi bara hreinlega sprengt mig fyrstu 10km enda reyndust næstu 10km erfiðir ekki bara vegna þreytu heldur var líka maginn eithvað að mótmæla og fór svo á endanum að ég ældi við 18km eftir að hafa langað til þess síðustu 5km. Ég áhvað að hlaupa alla vega yfir mottuna við 21.1km (hálft) og sjá svo til. Klukkan þar sagði 01:21mín og miðað við hvernig mér leið, þá tók ég þá áhvörðun að hætta þar. Ég vissi að ekki myndi ég ná tíma markmiðinu þannig að þetta var sjálfhætt í sjálfu sér. Ég er ekki en byrjaður að safna marathonum þannig að það var ekkert voða erfitt að hætta. En leiðinlegt engu að síður.

Mig grunar (ég veit) að kvefið hafi haft einhver áhrif á getuna í þetta skiptið, en mestu mistökin lyggja í hraðanum fyrstu 10km. Þetta var frekar vanreynslulegt hjá mér. Verð með garm næst :)