Ég hef verið að velta fyrir mér hvar ég eigi næst að reyna við undir SUB 2:40 marathon og það verður annað hvort Hamburg eða Köben. Hamburg er víst stórfín braut en í Köpen verður fullt af öðrum frá Íslandi að hlaupa en kannski ekki eins góð braut. Ég hljóp í Köpen 2006 og mér fannst hún nú í lagi, nánast flöt og vel staðið að öllu stússi í kringum hlaupið.
Þannig að þá er bara að halda sér í kringum 100km vikur út febrúar og auka svo magnið í mars og toppa í Apríl, fínt að geta tekið extra löngu æfingarnar eftir miðjan Apríl, þá er vonandi kominn auð jörð og blóm í haga :)
Ég ætla að byrja að hlaupa í hádeginu með hlaupahóp flugleiða, svona fyrst maður er í næsta húsi við þá. Það ætti líka að auðvelda manni að halda hlaupamagninu uppi, þar sem að ég er farin að vinna stundum upp í Bláfjöllum eftir vinnu og því kannski ekki alltaf tími til að hlaupa eftir vinnu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú ert velkominn með í Hamborg ;)
Mér vitanlega er ég eini Íslendingurinn skráður þangað, en hef verið að reyna að sannfæra Börkinn um að koma með.
kv,
Jens
Post a Comment