Kl 06:15 var komið að því og hlaupið byrjað, það tók mig um mínotu að komast yfir rásmarkið og fyrsta míla var 7:40 mín sem var skelfilega hægt og ég jók ferðina eftir það þar sem að maður var að komast úr þvögunni og klukkan við 5k sagði 19:30min sem var strax betra en þó aðeins hægar en ég ætlaði mér svo að hraða var haldið og svo kom sjokkið við 10km 37:05mín sem var bara allt of hratt og ég hugsaði vá nú get ég bara hægt á mér og tekið næstu 10km á 39mín. En miðað við afar hægan hraða fyrstu mílu þá hef ég hlaupið nálægt mínu besta í 10km til að ná þeim á 37mín þannig að það er óhætt að segja að ég hafi bara hreinlega sprengt mig fyrstu 10km enda reyndust næstu 10km erfiðir ekki bara vegna þreytu heldur var líka maginn eithvað að mótmæla og fór svo á endanum að ég ældi við 18km eftir að hafa langað til þess síðustu 5km. Ég áhvað að hlaupa alla vega yfir mottuna við 21.1km (hálft) og sjá svo til. Klukkan þar sagði 01:21mín og miðað við hvernig mér leið, þá tók ég þá áhvörðun að hætta þar. Ég vissi að ekki myndi ég ná tíma markmiðinu þannig að þetta var sjálfhætt í sjálfu sér. Ég er ekki en byrjaður að safna marathonum þannig að það var ekkert voða erfitt að hætta. En leiðinlegt engu að síður.
Mig grunar (ég veit) að kvefið hafi haft einhver áhrif á getuna í þetta skiptið, en mestu mistökin lyggja í hraðanum fyrstu 10km. Þetta var frekar vanreynslulegt hjá mér. Verð með garm næst :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment