Monday, February 25, 2008

100km Öldungur

Jæja aftur kominn smá skriður á mann, náði 100km í síðustu viku og ætla að vera á svipuðu róli þessa viku. Þyngdin þokast niður á við og innri og líkamlegi styrkur er að þokast upp á við. Var líkamlega þreyttur eftir Miami EkkiMarathonið og lýklega hafði það smá áhrif á sinnu, löngun og hugarþrek að gera ekki vel þarna úti sem magnaði svo upp þreytuna en meir.
But Jack is back to run some mean tracks :)
Ég ætla að bæta alla tíma í ár, og kláraði 3000m um síðustu helgi og því bara 5km, 10km 1/2 og heilt marathon og Laugavegurinn eftir.
Ég verð á námskeiði um næstu helgi og get því ekki tekið þátt í Norðulandamóti Gamalmenna :) já ég verð bara að viðurkenna það að mér fynnst Öldungur hljómar svolítið eins og Gamalmenni, væri ekki betra að taka upp Eldri meistarar eða eithvað í líkingu við Master, eins og þessi flokkar íþróttamanna og kvenna eru kallaðir á ensku. Þó svo að ég Öldungurinn fái lúmskt kick út úr því að hafa hann Þórólf ekkienþáorðinn öldung :) fyrir aftan mig í Poweraid þá dugar það kick ekki til að ég sætti mig við það að vera kallaður, frekar snöggur og lítið krumpaður öldungur(gamalmenni). :)
Þar sem að það er ekki alltaf jákvætt við allar athafnir lífsins að vera snöggur, þá vil ég taka fram að þegar ég segi snöggur þá á ég við hlaup eingöngu í þessu tilfelli. Ég get líka verið hundlengi lítið krumpaður Öldungur þegar það þykir betra og við hæfi :)

1 comment:

Anonymous said...

Á ekkert að fara að bæta við þetta?