Sunday, February 17, 2008

Gott hlaup í dag :)

Mætti í Poweraid á fimmtudaginn og ætlaði bæta tíma minn þar síðan í Janúar, það var fínt veður en blautt og stígurinn nánast auður. Siggi mætti í stuttum og léttri peysu og ég sá fljótlega eftir að hlaupið var byrjað að maður hefði átt að gera slíkt hið sama.
Eftir nokkra polla og eins km. hlaup í gegnum suddann var ekki einn þráður þurr á manni og ég hugsa að maður hafi verið farin að hlaupa með 1-2kg auka þyngd. Enn náði engu að síður ágætum tíma en ekki bætingu og varð númer 3 í mark á eftir Stebba Guðmunds og Jósa.

Svo var ég að hlaupa áðan í Íslandsmóti Öldunga innanhús, skellti mér þar í 3000m og rúlaði því upp og pakkaði saman á PR tíma 09:37 , þannig að þá er ég búinn að bæta tímann minn í 3000m, one down and five left to go for this year. :)
Hlaupið rúlaði fínt, fann eftir 1km að ég gæti rúlað þetta hraðar og braut upp úr 39sec á hring í aðeins hraðara tempó og átti svo nóg eftir til að auka síðustu 2 hringina sem var eins gott þar sem að Arnaldur var víst ansi hraður síðasta hringinn, þaut hreinlega framhjá Sigga Hansen og át upp metrana á milli okkar.
:)

2 comments:

Anonymous said...

Svona á að gera þetta, þú ert greinilega í þínu besta formi.

Anonymous said...

kv. jóhanna