Það var alveg með eindæmum leiðinleg færð í gær, klaki með snjó yfir. Svo ég áhvað að fara í ræktina á Eskifirði. Sú stöð er útibú frá Fitness og Spa, eða frekar áningarstaður tækja sem eru skipt út fyrir ný þarna fyrir sunnan. Þarna voru 3 gömul og lúinn bretti og ég var búinn að áhveða að taka 10 x 800m. Og það var gert, með braki og brestum og tilheyrandi hávaða úr gömlu slitnu bretti voru 8 x 800 og 2 x 1000 hamraðir eða eins Börkur myndi segja (blessuð sé hlaupaminning hans) massaðir.
Tók fyrsta á 18(3:20) en það var allt of létt svo næsti var tekinn á 18.2 sem var líka létt þannig að það endaði í 19.3 og þar af 2 x 1000m og svo tók ég einn 800m í lokin á 20. Sem sagt þetta var massað í botn.
Þessi vika er þá 14km + 165 mín.
Ég er að spá í að hlaupa í snjónum í dag, það er slóði hérna upp í fjallið fyrir ofan sem er ágætur og ætti að vera klaka laus en það kemur bara í ljós :)
Ó þú Hugljúfa jólasveins Yndi
skór minn í glugga, tómur er
Það vildi ég, að í honum ég fyndi
þó ekki væri nema eitt, ástarorð frá þér.
Friday, December 28, 2007
Wednesday, December 26, 2007
Skautalaus svellför
Fékk mér frí frá hlaupum í gær, bæði var vont veður og flughált. Í dag var gott veður en flughált og engin sandur né salt til staðar virðist vera. En út var arkað og skransað og runnið til og skrikað, enda var komin verkur í kálfa strax eftir 10 mínútur og ekki nein hraðferð í gangi og ef að það hefði verið einhver mótvindur þá hefði ég að öllum líkindum ekki náð mér af stað.
Kláraði tæpar 100 mínútur af þessu gamni og tók það sem en eitt merkið um hve alla jafna heppinn ég er, það að hafa sluppið heill frá þessari þó afbragðs hlaupskransrennslis æfingu.
Sem sagt þessi vika er komin í 165 mínútur.
Kláraði tæpar 100 mínútur af þessu gamni og tók það sem en eitt merkið um hve alla jafna heppinn ég er, það að hafa sluppið heill frá þessari þó afbragðs hlaupskransrennslis æfingu.
Sem sagt þessi vika er komin í 165 mínútur.
Monday, December 24, 2007
Vikan endaði i 134km
Smá kæruleysi í gangi og slegið á léttari strengi enda alveg laus við strengi :) Viku total 134km og jú jú allt í lagi með það svo sem.
Hljóp létta tæpa 8km í gær með Yndinu með smá mikið góðum endasprett í lokin :)
Er núna komin austur á Reyðarfjörð og alsendis ókunnur vegalengdum hérna svo ég áhvað að hlaupa til jarðgangaopsins hérna hinum megin í firðinum og tók það 35mín og svo 32mín til baka svo að dagur 1 í nýrri viku er 67mín.
Það var og er KALT -8 en logn svo að þetta var þolanlegt.
Ætla að reyna að vera duglegur þessa viku og fara 2 æfingahlaup á dag.
Yndi, þú ert dásamleg!!!
Hljóp létta tæpa 8km í gær með Yndinu með smá mikið góðum endasprett í lokin :)
Er núna komin austur á Reyðarfjörð og alsendis ókunnur vegalengdum hérna svo ég áhvað að hlaupa til jarðgangaopsins hérna hinum megin í firðinum og tók það 35mín og svo 32mín til baka svo að dagur 1 í nýrri viku er 67mín.
Það var og er KALT -8 en logn svo að þetta var þolanlegt.
Ætla að reyna að vera duglegur þessa viku og fara 2 æfingahlaup á dag.
Yndi, þú ert dásamleg!!!
Sunday, December 23, 2007
Stuttur Laugardagur
Ég áhvað að fara bara 20km á Laugardeginum og gera það á bretti.
Nú ég var stattur á Akureyri og fór inn á Átak sem er ræktin hérna í samstarfi við World Class Reykjavík, í Átak getur maður farið í 7 skipti ef að maður er með kort í World class.
Þar sem að ég ætlaði bara að taka 20km þá áhvað ég að taka þetta hratt og byrja á 12km á 15.1 og svo 8km á meiri hraða. Ég var rétt hálfnaður með þessa 8km þegar það var barasta komið að því að loka!!!. Klukkan var bara hálf fjögur ??? þannig að 20km urðu bara 16km en fínn hraði í gangi og góð æfing þó stutt hafi verið.
Vikan stendur þá í 126km og fer líklega bara í 140km :)
Nú ég var stattur á Akureyri og fór inn á Átak sem er ræktin hérna í samstarfi við World Class Reykjavík, í Átak getur maður farið í 7 skipti ef að maður er með kort í World class.
Þar sem að ég ætlaði bara að taka 20km þá áhvað ég að taka þetta hratt og byrja á 12km á 15.1 og svo 8km á meiri hraða. Ég var rétt hálfnaður með þessa 8km þegar það var barasta komið að því að loka!!!. Klukkan var bara hálf fjögur ??? þannig að 20km urðu bara 16km en fínn hraði í gangi og góð æfing þó stutt hafi verið.
Vikan stendur þá í 126km og fer líklega bara í 140km :)
Friday, December 21, 2007
110 km komnir og helgin eftir
Hljóp 10 km rólegt með Yndinu, og kom vikunni í 110km.
Börkur er búin að beila út úr langa á morgun svo ég verð einn á einhverjum barningi á morgun.
Börkur er búin að beila út úr langa á morgun svo ég verð einn á einhverjum barningi á morgun.
Góð tempó æfing
Tempó æfingin gékk vel, við náðum góðum meðvind í 7km og svo fékk maður þetta í fangið í 5km.
Held ég hafi náð að vera undir 4:00 mín tempó í mótvindinum og er nokkuð vel sáttur með það, þessir fyrri 7km voru bara léttur sprettur :)
Legg af stað norður í dag og ætla að reyna að vera þar snemma svo maður nái að hlaupa úr sér bílferðina, svona 10-12km á bretti.
Er að reyna að plata Börk í laugardagslangthlaup, hann vill ekki fastnegla það. Ég held að hann sé lagstur í einhvern ólifnað þarna fyrir norðan, alltaf partí hjá honum.
Líðan í skrokk mjög fín, er alveg hissa á þessu sjálfur, og farinn að spyrja sjálfan mig " hvenær kemur þreyttan" :) .
Viku total komið í 100km :)
Held ég hafi náð að vera undir 4:00 mín tempó í mótvindinum og er nokkuð vel sáttur með það, þessir fyrri 7km voru bara léttur sprettur :)
Legg af stað norður í dag og ætla að reyna að vera þar snemma svo maður nái að hlaupa úr sér bílferðina, svona 10-12km á bretti.
Er að reyna að plata Börk í laugardagslangthlaup, hann vill ekki fastnegla það. Ég held að hann sé lagstur í einhvern ólifnað þarna fyrir norðan, alltaf partí hjá honum.
Líðan í skrokk mjög fín, er alveg hissa á þessu sjálfur, og farinn að spyrja sjálfan mig " hvenær kemur þreyttan" :) .
Viku total komið í 100km :)
Thursday, December 20, 2007
80km komnir
Hljóp heim eftir vinnu og svo 18km hringinn með Sigga Hansen.
Þannig að dagurinn varð í það heila 32km og líðanin í skrokknum nokkuð góð. Veðrið var ekki gott þarna uppfrá en fínt á leiðinni til baka, þá var vindurinn í bakið. Ef að það verður hitabeltisstormur í gangi þarna á Miami þegar hlaupið fer fram þá eigum við Siggi að standa vel að vígi gagnvart öðrum hlaupurum.
Í dag er tempó æfing, þá er farið rólega 2-3km og svo farið á marathon pace -10sec til -15sec og þeim hraða haldið 8-12km og svo hlaupið rólega 2-3km. Ég ætla að hlaupa 20km í dag svo að ég tek 3km rólegt 12km tempó og 5km rólegt.
Þannig að dagurinn varð í það heila 32km og líðanin í skrokknum nokkuð góð. Veðrið var ekki gott þarna uppfrá en fínt á leiðinni til baka, þá var vindurinn í bakið. Ef að það verður hitabeltisstormur í gangi þarna á Miami þegar hlaupið fer fram þá eigum við Siggi að standa vel að vígi gagnvart öðrum hlaupurum.
Í dag er tempó æfing, þá er farið rólega 2-3km og svo farið á marathon pace -10sec til -15sec og þeim hraða haldið 8-12km og svo hlaupið rólega 2-3km. Ég ætla að hlaupa 20km í dag svo að ég tek 3km rólegt 12km tempó og 5km rólegt.
Wednesday, December 19, 2007
Rólegt hlaup í rólegu veðri.
Eftir vinnu í gær fór ég 22km rólega í , tjaaaaa bara óvenju rólegu veðri, svona miðað við hvernig þetta er búið að vera. Svo það voru 26km í gær í það heila. Hljóp í morgun í ekki svo rólegu veðri, lengri leið í vinnuna. Held að hún sé um það bil 10km þessi leið svo að 30 km ættu að nást í dag EEEEEEASYYYYYY :)
Total vikunar komið í 48km
Total vikunar komið í 48km
Tuesday, December 18, 2007
Ný vika og stefnan sett á 160km
Hljóp í og úr vinnu í gær og svo eina 12km á bretti þannig að það eru bara 138km eftir :).
Það ætti alveg að hafast, ég hugsa bara til Börks sem var bara 36 tíma að klára 160km síðasta sumar. Og það í fjalllendi.
Æfingin á brettinu var 5 x 1600m á 17.7 til 17.9, það er 3:22-3:19 tempó.
Ég tel að það sé alveg nauðsynlegt að taka þessar spretti vel undir það sem maður á í 10km tempó sem hjá mér er 3:32 per km.
Í dag er stefnan sett á 30km og þar sem ég hljóp í vinnuna þá eru rúmlega 25km eftir.
Það ætti alveg að hafast, ég hugsa bara til Börks sem var bara 36 tíma að klára 160km síðasta sumar. Og það í fjalllendi.
Æfingin á brettinu var 5 x 1600m á 17.7 til 17.9, það er 3:22-3:19 tempó.
Ég tel að það sé alveg nauðsynlegt að taka þessar spretti vel undir það sem maður á í 10km tempó sem hjá mér er 3:32 per km.
Í dag er stefnan sett á 30km og þar sem ég hljóp í vinnuna þá eru rúmlega 25km eftir.
Monday, December 17, 2007
Lengsta æfing og lengsta vika :)
Á föstudeginum var ekkert fastað á hlaupin, var bara fínn eftir Poweraid kvöldinu áður og hljóp því 16km þannig að ég byrjaði helgina með 92km í plús.
Í góðu veðri en hálku á laugardeginum var lengsta æfing (33km) sem ég hef tekið, hlaupin og gékk hún vel, átti að vísu erfitt með að hrista Ívar af mér, sá alltaf í neon græna kollinn á honum er ég leit aftur, hann er greinilega í góðum gír og Dóri reyndar líka.
Eftir æfingu var farið í kakó til Davíðs sem var feginn að fá langhlaupara í kakó þar sem að hann sagði að það væru bara skammhlauparar þarna eins og er.
Náði svo að jogga í rólegheitum 22km í gær og hífði viku total í 147km, lengsta ever.
Sem sagt 147km og líðan í mjaðma, hnjá og öklaliðum með mestum ágætum. Svo er ég að ná mestum lægðum í þyngd með öllum þessum hlaupum og er það bara samkvæmt áætlun.
Í góðu veðri en hálku á laugardeginum var lengsta æfing (33km) sem ég hef tekið, hlaupin og gékk hún vel, átti að vísu erfitt með að hrista Ívar af mér, sá alltaf í neon græna kollinn á honum er ég leit aftur, hann er greinilega í góðum gír og Dóri reyndar líka.
Eftir æfingu var farið í kakó til Davíðs sem var feginn að fá langhlaupara í kakó þar sem að hann sagði að það væru bara skammhlauparar þarna eins og er.
Náði svo að jogga í rólegheitum 22km í gær og hífði viku total í 147km, lengsta ever.
Sem sagt 147km og líðan í mjaðma, hnjá og öklaliðum með mestum ágætum. Svo er ég að ná mestum lægðum í þyngd með öllum þessum hlaupum og er það bara samkvæmt áætlun.
Friday, December 14, 2007
Gott Poweraid
Náði fínu Poweraid, hitaði upp 3km og brunaði 10km og joggaði 3km á eftir =16km og vikan stendur þá í 76km sem er bara nokkuð gott mál.
Mér tókst að hanga í Jósep alla leið og var það bara alveg eftir plani, ætlaði reyndar líka að hanga í Sigga en það tókst ekki í þetta skiptið. Það verður kanski í Gamlárshlaupinu :)
Ætla að taka létta 14km á eftir og renna í helgina með 90km undir beltinu. Ívar yfirmiamiþjálfari segir að það eiga að vera 32km á laugardaginn. Maður gerir þá ekkert annað en að hlaupa á laugardaginn :( .
Mér tókst að hanga í Jósep alla leið og var það bara alveg eftir plani, ætlaði reyndar líka að hanga í Sigga en það tókst ekki í þetta skiptið. Það verður kanski í Gamlárshlaupinu :)
Ætla að taka létta 14km á eftir og renna í helgina með 90km undir beltinu. Ívar yfirmiamiþjálfari segir að það eiga að vera 32km á laugardaginn. Maður gerir þá ekkert annað en að hlaupa á laugardaginn :( .
Thursday, December 13, 2007
Rólegur miðvikudagur
Það var ultra rólegt í gær, 16km lullað á 11,5 - 12,2 á bretti með hill sett á level 1. Hef eiginlega alltaf stillt á Hill á brettinu, bæði til að fá smá variation á erfiðið og svo finnst mér tíminn líða hraðar. Það er líka nær raunveruleikanum að taka Hill, ég hef allavega ekki en fundið sléttann brekkulausann 10km hring.
Þá er viku total komið í 60km og Poweraid í kvöld, það lítur nú allt út fyrir það að þessi "styttri vika" verði bara álíka löng og síðustu tvær hafa verið. :(
Þá er viku total komið í 60km og Poweraid í kvöld, það lítur nú allt út fyrir það að þessi "styttri vika" verði bara álíka löng og síðustu tvær hafa verið. :(
Wednesday, December 12, 2007
10km urðu 24km
Í svaka hlaupastuði og hélt bara áfram eftir að róhójólegu 10km voru búnir og bætti við 14km, lullaði þetta bara á 12,2 á brettinu og bætti aðeins í í lokin. Þannig að total er komið í 44km og freistandi að taka 10km rólegt eftir vinnu í dag og mæta svo úthvíldur í PowerAid hlaupið á fimmtudag . Spurning hvort maður mættir á skóm eða skautum í það. Lítur út fyrir að það geti orðið ansi hált.
Tuesday, December 11, 2007
Vika II
Mánudagurinn endaði í 20km, og sprett æfingin gékk fínt eða ætti maður að segja hljóp fínt? það er nú það.
Er svolítið þungur þó, var nefnilega í jólahlaðborði með Yndinu, hjá honum Yngvari á Selhótelinu í Mývatnssveit. Og það var etið og etið enda reynt að eta upp í verð heils flugmiða. En maður finnur núna hvað þetta er ekki gott, að belgja sig út af hangiketi og slíku. Dasaður er það sem kemur upp í hugann. Það verður farið varlegra í matinn yfir hátíðarnar.
Í dag ætla ég bara að fara 10km róóójólegt :)
Er svolítið þungur þó, var nefnilega í jólahlaðborði með Yndinu, hjá honum Yngvari á Selhótelinu í Mývatnssveit. Og það var etið og etið enda reynt að eta upp í verð heils flugmiða. En maður finnur núna hvað þetta er ekki gott, að belgja sig út af hangiketi og slíku. Dasaður er það sem kemur upp í hugann. Það verður farið varlegra í matinn yfir hátíðarnar.
Í dag ætla ég bara að fara 10km róóójólegt :)
Monday, December 10, 2007
Vikan fór í 141km :)
Já þá er lengsta hlaupamagns vika ævinnar að baki, heilir 141km og líðanin í skrokknum all sæmileg. Smá meiri svefnþörf ef eithvað er zzzzzzzzzzzzzzzz zzzzzzzzzz zzzzzzzzzzzz öhh ahhh já hvert var ég kominn. Þessi komandi vika verður minni í magni en meiri í hraða(vonandi) þar sem PowerAid er núna á fimmtudaginn og ætlunin er að reyna að bæta sig þar, svona ef að aðstæður leyfa (færð, veður og heilsa).
Í dag verður hlaupið í og úr vinnu. Svo er æfing dagsins 6x800 m. sprettir með 400 m. rólegt á milli.
Í dag verður hlaupið í og úr vinnu. Svo er æfing dagsins 6x800 m. sprettir með 400 m. rólegt á milli.
Sunday, December 9, 2007
Börkur með lekandi
Vaknaði hress og kátur til að hlaupa um fagra sveit, með honum Berki. Hann meldaði sig veikan, var víst með lekandi nef og treysti sér engan vegin út þennan kulda. Jamm það var kalt, eiginlega mjög kalt og mitt nef byrjaði að leka eftir 2km. Eftir 20km var ég alveg búinn að fá nóg og hætti þar með skokki og hófst handa við að brjóta grýlukertin af húfinni og nefi. Ég var 1:30mín að þessu og ég veit að honum Ívari YfirMiamiþjálfa fynnst það bara skítt stutt og allt of hægt. En ég tel það mér til málsbóta að kuldinn var ógurlegur og þæfingsfærð á vegi.
Total er þá 120km þessa viku ég sé til hvað ég verð duglegur í dag þegar ég kem suður í sólina og hitann.
Heyrði í útvarpinu að maður var látin laus eftir að hafa misþyrmt leigubílstjóra og rænt. Við yfrheyrslur bar auminginn við almennu peningaleysi sem orsök glæps. Hann er núna laus, og ég spyr, er búið að redda honum pening. Tóku þeir sig saman niður á löggustöð og söfnuðu í bauk handa honum eða á ég ekki að leysa Gunna leigubílstjóra af um jólin.
Ég bara spyr?
Total er þá 120km þessa viku ég sé til hvað ég verð duglegur í dag þegar ég kem suður í sólina og hitann.
Heyrði í útvarpinu að maður var látin laus eftir að hafa misþyrmt leigubílstjóra og rænt. Við yfrheyrslur bar auminginn við almennu peningaleysi sem orsök glæps. Hann er núna laus, og ég spyr, er búið að redda honum pening. Tóku þeir sig saman niður á löggustöð og söfnuðu í bauk handa honum eða á ég ekki að leysa Gunna leigubílstjóra af um jólin.
Ég bara spyr?
Friday, December 7, 2007
Ekki alveg
Ég náði ekki alveg að klára tempó æfinguna í gær, tók 3km rólegt setti svo á 15,2 og hækkaði jafnt og þétt upp í 15,9 og kláraði 8 af áætluðum 12km, hljóp svo 2km rólegt. Ég ætlaði að taka þessa æfingu úti en Siggi var komin í hlaupabrettagallann sinn og ófánlegur með öllu að fara út, sagðist vera hræddur í svona litlum vind, þetta væri bara ónáttúrulegt ástand. Ahhhh Þessir Kjalnesingar, what can you do. Þannig að ég skipti yfir í minn hlaupabrettagalla og setti í gang. Ég tel að það sé miklu betra að taka þessa æfingu úti, maður fer þá bara hratt í burtu áhveðna vegalengd og svo þarf maður að hundskast til baka hratt líka, svona ef að maður ætlar að nálgast húslyklana og símann. Ég er semsagt allavega ekki vanur að taka hratt lengi á bretti, en þetta kemur líklega.
Vikan er þá komin í 83km plús þessa 5km sem ég tók í morgun, þarf þá bara að taka 12km í kvöld til að byrja helgina í 100km. Ætla að taka langt með Berki á morgun, hann er víst næstum því kannski á leið til Miami svo að það er best að fara norður og taka hann í tékk. Hann massar þetta án efa.
Vikan er þá komin í 83km plús þessa 5km sem ég tók í morgun, þarf þá bara að taka 12km í kvöld til að byrja helgina í 100km. Ætla að taka langt með Berki á morgun, hann er víst næstum því kannski á leið til Miami svo að það er best að fara norður og taka hann í tékk. Hann massar þetta án efa.
Thursday, December 6, 2007
Fyrsta póstið
Jæja þá er það tilraun númer 3 með að halda úti bloggi.
Ætla að nota tækifærið og reyna að punkta niður æfingar og hugleiðingar varðandi þjálfun fyrir marathon. Kannski að skrifa þetta niður hjálpi við að halda manni við efnið og einnig gott að eiga reynsluna til í rituðu formi þar sem að minnið er oft upptekið við aðra hluti.
Sem sagt í gær voru hlaupnir 31km total í tveimur æfingum, fyrst 13km fyrir vinnu og svo 18km hringurinn á ágætum hraða. Vikumagnið er þá komið í 70km og stefnir 130+ aðra vikuna í röð. Þetta magn er alveg nýlunda fyrir mig, held að lengsta vika sem ég tók fyrir síðasta marathon sem ég æfði markvist fyrir hafi verið um 110km.
Á Grænlandi síðasta sumar fór ég 200+km hlaupandi og labbandi á tæpum 5 sólarhringum, og með það í huga get ég sagt við sjálfan mig 130km !!! og sanfærst,,, ég á nóg eftir, alla vega í 4 vikur í viðbót. Enda á tappering(niður keyrsla) fyrir marathon að virka á mann eins og hvíld fyrir stóra daginn en ekki eins og bið eftir startinu. Í kvöld bíður 17km æfing með Sigga, það verður 3km rólegt og svo 12km stígandi á 4:00 min/km niður á 3:45 mín/km og svo 2km rólegt jog, verst að Siggi kann ekkert að jogga, bara hratt og svo aðeins minna hratt hjá honum. :)
já og Yndi!!! mér fynnst þú æðisleg!!!
Ætla að nota tækifærið og reyna að punkta niður æfingar og hugleiðingar varðandi þjálfun fyrir marathon. Kannski að skrifa þetta niður hjálpi við að halda manni við efnið og einnig gott að eiga reynsluna til í rituðu formi þar sem að minnið er oft upptekið við aðra hluti.
Sem sagt í gær voru hlaupnir 31km total í tveimur æfingum, fyrst 13km fyrir vinnu og svo 18km hringurinn á ágætum hraða. Vikumagnið er þá komið í 70km og stefnir 130+ aðra vikuna í röð. Þetta magn er alveg nýlunda fyrir mig, held að lengsta vika sem ég tók fyrir síðasta marathon sem ég æfði markvist fyrir hafi verið um 110km.
Á Grænlandi síðasta sumar fór ég 200+km hlaupandi og labbandi á tæpum 5 sólarhringum, og með það í huga get ég sagt við sjálfan mig 130km !!! og sanfærst,,, ég á nóg eftir, alla vega í 4 vikur í viðbót. Enda á tappering(niður keyrsla) fyrir marathon að virka á mann eins og hvíld fyrir stóra daginn en ekki eins og bið eftir startinu. Í kvöld bíður 17km æfing með Sigga, það verður 3km rólegt og svo 12km stígandi á 4:00 min/km niður á 3:45 mín/km og svo 2km rólegt jog, verst að Siggi kann ekkert að jogga, bara hratt og svo aðeins minna hratt hjá honum. :)
já og Yndi!!! mér fynnst þú æðisleg!!!
Subscribe to:
Posts (Atom)