Monday, December 17, 2007

Lengsta æfing og lengsta vika :)

Á föstudeginum var ekkert fastað á hlaupin, var bara fínn eftir Poweraid kvöldinu áður og hljóp því 16km þannig að ég byrjaði helgina með 92km í plús.
Í góðu veðri en hálku á laugardeginum var lengsta æfing (33km) sem ég hef tekið, hlaupin og gékk hún vel, átti að vísu erfitt með að hrista Ívar af mér, sá alltaf í neon græna kollinn á honum er ég leit aftur, hann er greinilega í góðum gír og Dóri reyndar líka.
Eftir æfingu var farið í kakó til Davíðs sem var feginn að fá langhlaupara í kakó þar sem að hann sagði að það væru bara skammhlauparar þarna eins og er.

Náði svo að jogga í rólegheitum 22km í gær og hífði viku total í 147km, lengsta ever.
Sem sagt 147km og líðan í mjaðma, hnjá og öklaliðum með mestum ágætum. Svo er ég að ná mestum lægðum í þyngd með öllum þessum hlaupum og er það bara samkvæmt áætlun.

No comments: