Vaknaði hress og kátur til að hlaupa um fagra sveit, með honum Berki. Hann meldaði sig veikan, var víst með lekandi nef og treysti sér engan vegin út þennan kulda. Jamm það var kalt, eiginlega mjög kalt og mitt nef byrjaði að leka eftir 2km. Eftir 20km var ég alveg búinn að fá nóg og hætti þar með skokki og hófst handa við að brjóta grýlukertin af húfinni og nefi. Ég var 1:30mín að þessu og ég veit að honum Ívari YfirMiamiþjálfa fynnst það bara skítt stutt og allt of hægt. En ég tel það mér til málsbóta að kuldinn var ógurlegur og þæfingsfærð á vegi.
Total er þá 120km þessa viku ég sé til hvað ég verð duglegur í dag þegar ég kem suður í sólina og hitann.
Heyrði í útvarpinu að maður var látin laus eftir að hafa misþyrmt leigubílstjóra og rænt. Við yfrheyrslur bar auminginn við almennu peningaleysi sem orsök glæps. Hann er núna laus, og ég spyr, er búið að redda honum pening. Tóku þeir sig saman niður á löggustöð og söfnuðu í bauk handa honum eða á ég ekki að leysa Gunna leigubílstjóra af um jólin.
Ég bara spyr?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment