Jæja þá er það tilraun númer 3 með að halda úti bloggi.
Ætla að nota tækifærið og reyna að punkta niður æfingar og hugleiðingar varðandi þjálfun fyrir marathon. Kannski að skrifa þetta niður hjálpi við að halda manni við efnið og einnig gott að eiga reynsluna til í rituðu formi þar sem að minnið er oft upptekið við aðra hluti.
Sem sagt í gær voru hlaupnir 31km total í tveimur æfingum, fyrst 13km fyrir vinnu og svo 18km hringurinn á ágætum hraða. Vikumagnið er þá komið í 70km og stefnir 130+ aðra vikuna í röð. Þetta magn er alveg nýlunda fyrir mig, held að lengsta vika sem ég tók fyrir síðasta marathon sem ég æfði markvist fyrir hafi verið um 110km.
Á Grænlandi síðasta sumar fór ég 200+km hlaupandi og labbandi á tæpum 5 sólarhringum, og með það í huga get ég sagt við sjálfan mig 130km !!! og sanfærst,,, ég á nóg eftir, alla vega í 4 vikur í viðbót. Enda á tappering(niður keyrsla) fyrir marathon að virka á mann eins og hvíld fyrir stóra daginn en ekki eins og bið eftir startinu. Í kvöld bíður 17km æfing með Sigga, það verður 3km rólegt og svo 12km stígandi á 4:00 min/km niður á 3:45 mín/km og svo 2km rólegt jog, verst að Siggi kann ekkert að jogga, bara hratt og svo aðeins minna hratt hjá honum. :)
já og Yndi!!! mér fynnst þú æðisleg!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment