Tuesday, December 18, 2007

Ný vika og stefnan sett á 160km


Hljóp í og úr vinnu í gær og svo eina 12km á bretti þannig að það eru bara 138km eftir :).
Það ætti alveg að hafast, ég hugsa bara til Börks sem var bara 36 tíma að klára 160km síðasta sumar. Og það í fjalllendi.
Æfingin á brettinu var 5 x 1600m á 17.7 til 17.9, það er 3:22-3:19 tempó.
Ég tel að það sé alveg nauðsynlegt að taka þessar spretti vel undir það sem maður á í 10km tempó sem hjá mér er 3:32 per km.
Í dag er stefnan sett á 30km og þar sem ég hljóp í vinnuna þá eru rúmlega 25km eftir.


No comments: