Fékk mér frí frá hlaupum í gær, bæði var vont veður og flughált. Í dag var gott veður en flughált og engin sandur né salt til staðar virðist vera. En út var arkað og skransað og runnið til og skrikað, enda var komin verkur í kálfa strax eftir 10 mínútur og ekki nein hraðferð í gangi og ef að það hefði verið einhver mótvindur þá hefði ég að öllum líkindum ekki náð mér af stað.
Kláraði tæpar 100 mínútur af þessu gamni og tók það sem en eitt merkið um hve alla jafna heppinn ég er, það að hafa sluppið heill frá þessari þó afbragðs hlaupskransrennslis æfingu.
Sem sagt þessi vika er komin í 165 mínútur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment