Það var alveg með eindæmum leiðinleg færð í gær, klaki með snjó yfir. Svo ég áhvað að fara í ræktina á Eskifirði. Sú stöð er útibú frá Fitness og Spa, eða frekar áningarstaður tækja sem eru skipt út fyrir ný þarna fyrir sunnan. Þarna voru 3 gömul og lúinn bretti og ég var búinn að áhveða að taka 10 x 800m. Og það var gert, með braki og brestum og tilheyrandi hávaða úr gömlu slitnu bretti voru 8 x 800 og 2 x 1000 hamraðir eða eins Börkur myndi segja (blessuð sé hlaupaminning hans) massaðir.
Tók fyrsta á 18(3:20) en það var allt of létt svo næsti var tekinn á 18.2 sem var líka létt þannig að það endaði í 19.3 og þar af 2 x 1000m og svo tók ég einn 800m í lokin á 20. Sem sagt þetta var massað í botn.
Þessi vika er þá 14km + 165 mín.
Ég er að spá í að hlaupa í snjónum í dag, það er slóði hérna upp í fjallið fyrir ofan sem er ágætur og ætti að vera klaka laus en það kemur bara í ljós :)
Ó þú Hugljúfa jólasveins Yndi
skór minn í glugga, tómur er
Það vildi ég, að í honum ég fyndi
þó ekki væri nema eitt, ástarorð frá þér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment