Ég náði ekki alveg að klára tempó æfinguna í gær, tók 3km rólegt setti svo á 15,2 og hækkaði jafnt og þétt upp í 15,9 og kláraði 8 af áætluðum 12km, hljóp svo 2km rólegt. Ég ætlaði að taka þessa æfingu úti en Siggi var komin í hlaupabrettagallann sinn og ófánlegur með öllu að fara út, sagðist vera hræddur í svona litlum vind, þetta væri bara ónáttúrulegt ástand. Ahhhh Þessir Kjalnesingar, what can you do. Þannig að ég skipti yfir í minn hlaupabrettagalla og setti í gang. Ég tel að það sé miklu betra að taka þessa æfingu úti, maður fer þá bara hratt í burtu áhveðna vegalengd og svo þarf maður að hundskast til baka hratt líka, svona ef að maður ætlar að nálgast húslyklana og símann. Ég er semsagt allavega ekki vanur að taka hratt lengi á bretti, en þetta kemur líklega.
Vikan er þá komin í 83km plús þessa 5km sem ég tók í morgun, þarf þá bara að taka 12km í kvöld til að byrja helgina í 100km. Ætla að taka langt með Berki á morgun, hann er víst næstum því kannski á leið til Miami svo að það er best að fara norður og taka hann í tékk. Hann massar þetta án efa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ánægð með nýja tivonandi Miamifarann.
Post a Comment