Friday, January 18, 2008

Góð æfing í gær

Jæja þá er hvefið komið, mikið nefrennsli og slæmska í hálsi, verður búið á sunnudaginn. Ég hef vanið mig á að æfa þrátt fyrir hvef án hita, man að maður mætti hóstandi og snítandi á fótbolta og handbolta æfingar í denn, tek það fram að ég er ekki að mæla með þessu, gæti verið að hvefið sé eithvað lengur að grassera hjá manni en ella en ég hef sagt við sjálfan mig að ég hleyp þetta bara úr mér :)
Tók fína æfingu í gær, 1 x 10mín og 3 x 12mín með 2mín hvíld á milli Pace 3:34-3:37 = 16.5 til 16.8 stilling á brettinu og þetta var frekar létt og smooth running, reyndar vont að sníta sér á þessum hraða :) æfingin endaði í 15km.
Þannig að vikutotal er komið í 66km og 3dagar til að klára 14km svo að 80km takmarkinu sé náð. Það ætti að hafast :) tek fjóra km á eftir Boggupuðinu í kvöld.

No comments: