Hljóp 20km í gær á brettinu, átti að taka 24km, og ég bara hreinlega nennti því ekki. Kvefið var eithvað aðeins að angra mig(betri í dag) og svo lika þetta franska lið að vera níðast á minni máttar og það í beinni, það var líka svolítið pirrandi. Sem sagt leiðinleg æfing, lélegur landsleikur og öndunarerfiðleikar ollu því að ég nennti bara að klára 20.5 af 24km .
Horfði á frjálsar í höllinni í gær og sá Anítu dóttir hennar Bryndísar Ernst, rúlla upp sínu hlaupi, sé að maður þarf að spíta í lófana ef maður ætlar að vera á undan henni á Gullsprettinum næsta sumar.
Vikutotal varð 102.5km
Þessi vika verður svakalega easy, svona fyrir utan marathonið. Í dag eru 13km í boði á Epace 4:25-4:30 og sama á morgun.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment