Tuesday, January 22, 2008
Labbað í vinnu :)
Hef verið duglegur upp á síðkastið að labba í vinnuna, td. í morgun í blíðskapar brjáluðu rennblautu vindasömu veðri. En ég er á því að þetta telur vel í marathon undirbúningnum, að hreyfa sig á milli æfinga sérstaklega ef maður er sitjandi við tölvu eins og ég allan vinnudaginn. Marathon gengur eiginlega út á hvað maður getur hlaupið hratt eftir að maður er orðin þreyttur og búin að fá nóg, það er breytilegt hvernær það gerist í thoninu. Í Reykjavíkur Marathoninu síðast þá var ég búin að fá nóg við 31km og það var aðeins of mikið eftir til að maður gat hugsað það er svo lítið eftir :) fyrir utan það þá var ég ekki í neinu formi þá til að halda út alla leið. Lofaði sjálfum mér að fara aldrei aftur óundirbúinn í Marathon, þó svo að ég hafi verið annar Íslendingurinn í mark, þá var þetta erfitt og vont að skjögra síðustu km í mark. ( eins og sjá má á myndinni er ég alveg búin á því)
Tók 13km í gær og var bara góður ,kvefið er á hröðu undanhaldi (slímið orðið þykkt og grænt) he he varð bara að koma þessu að :)
Ætlaði að taka sama í dag, en hef áhveðið að taka 4 x 1200m á 3:30 tempó með 800m ultra rólegt á milli, sem sagt full recovery á milli.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Djöfull er þetta vel tekin mynd af þér, mætti halda að RAX hefði verið á ferðinni he he :o)
Gangi þér vel í Miami!!
Kv.Hildur (Laugaskokki)
Post a Comment