Friday, January 11, 2008
Gott Poweraid :)
Tók minn besta tíma í gær í Poweraid hringnum tími 35:43-49sec ekki með þetta staðfest ,átti áður 36:24 þannig að það er allavega um 30 sec+ bætingu að ræða. Þetta er mjög gott búst í undirbúninginn fyrir Miami. Kannski of gott, hætta á að maður fari of hratt af stað þarna úti og springi svo vegna ofmats á eigin getu :( best að stefna bara á að fara undir 02:49:59 og elta svo kallinn í sundskýlunni :)
Hljóp hring með Ævari á miðvikudagskvöld 13km á 1:01mín og fann þá að það var en þreyta í skrokknum frá mánudeginum og kannski helginni, var því ekkert bjartsýnn fyrir hlaupið í gær, áhvað eftir vinnu í gær að leggja mig og hlusta á hugleidslu í einn og hálfan tíma og mæta svo snemma og taka 3km í upphitun og stefna svo á að hanga í Jósep.
Jósep var ekki í stuði svo ég hékk í Tobba,Stebba, og Sigurbirni til að byrja með fyrstu 2km svo juku Tobbi og Stebbi hraðann og Sigurbjörn dróst aftur úr og ég fór fram úr honum við 3km en hann fór svo aftur fram úr mér við stokkinn 7.5km og mér tókst ekki að hanga í honum eftir það, endaði í ca 100 metrum á milli okkar. Tel eftir á að það hafi verið gott að fá einhvern þarna fram úr mér, reyndi mikið að halda hraða upp rafstöðvarbrekkuna til að ná honum og svo líka þegar upp var komið.
Á eftir er Boggupuð og nokkrir km á bretti. Viku total er komið í 53km þar af 34km á tempó þannig að það eru bara róleg hlaup á dagskránni næstu daga.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment