Sunday, January 13, 2008

Hlaup síðustu daga,,,,

Föstudagur:
Mætti í Boggupuð 20 mínutum of seint meira að segja og samt er ég með strengi eftir það, já já no pain no gain segja þeir sem til þekkja, þetta hlýtur að gera manni bara gott og betra til. Hljóp svo 8km rólegt á bretti.

Laugardagur:
Hljóp úti með Ívari Yfirmiamiþjálfa eina 20km og tók svo 4km á bretti þegar inn var komið, við vorum báðir frekar þungir en héldum þó ágætu meðalpace, þó greinilega að einhver þreyta er farin að gera vart við sig. Kannski ekki að furða þar sem menn eru búnir að vera duglegir að æfa, ekki bara til þess að getað hlaupið sæmilegt marathon heldur greinilega hafa menn verið að æfa vel til þess að bæta sitt besta, og það hefur virkað mjög hvetjandi að vera æfa með þannig þenkjandi Íþróttamönnum.

Dagurinn í dag:
Hljóp afar rólega 18km með hóp sem hleypur frá laugardalslaug kl 10:10. Í hópnum var enskur kall(kapoor) sem ætlar að reyna að fara undir 2:40 í marathoni í París og ef það tekst ekki þá ætlar hann að reyna aftur í London sem er viku seinna, tja með þessu hugafari þá held ég að það sé nokkuð öruggt að hann nái að fara undir 2:40 í París og reyni svo við 2:35 í London. Þetta er jaxl, hann hljóp í 42km í gær og svo var það 21km í dag 2tímar á hjóli og svo ætlaði hann að synda í eina klukkustund. Hann segist reyndar vera svolítið oft þreyttur. dööö nú er ég hissa :)
Vikan hjá mér fór í 103km sem gera 64 mílur og plannið sagði 60-70 mílur svo þetta er flott og gott og heilsan í fínulagi.
Næsta vika á að vera 50-60mílur, ætli ég verði ekki í lægri kantinum.
Æfing mánudags er 3x2mílur á Tpace(3:37)2mín á milli og svo 9mílur á Epace(4:30) samtals 15 milur (24km).

No comments: