Wednesday, January 23, 2008

New Balance 902

Komst að því í gær að 17.5 á bretti er 3:25 tempó, en lét mig hafa það og tók 3 1200m á því og þann seinasta á 3:15 tempó. Á milli spretta greip í púlshandföngin og beið þar til púlsinn fór niður í 100 slög og tók svo á því aftur. Er mjög sáttur við hvað púlsinn var fljótur niður og hvað sprettirnir voru frekar léttir. Er alveg að verða góður af kvefinu og farin að hlakka mjög mikið til að takast á við Marathonið næsta Sunnudag.
Læt duga að hlaupa í og úr vinnu í dag, reyndar hleyp ég til Daniels í Afreksvörum eftir vinnu þannig að þetta verða 11km í dag.
Ætla að versla mér CarpoLoad og ef til vill skó hjá honum. New Balance 902 skórnir eru orðnir vel hlaupnir, og hef ég hug á að fá mér annað par þar sem þeir hafa reynst mér og mínum fótum vel :) flottir léttir keppnisskór þar á ferð.
Með 11km í dag þá er vikutotal komið í 32km.

2 comments:

Anonymous said...

sfsdfsfsdfsfsdfsdf

Anonymous said...

Gangi þér vel á sunnudaginn :) Yndi